DON KÍKÓTI Í RÁÐHERRASTÓLI

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Hugmyndir um vindmyllur á Íslandi eru ekki nýjar. Alþingi hefur ekki fundið sig knúið til að setja almennar reglur um þær. Skipulag vindmyllugarða hlýtur þá að lúta venjulegum reglum um mannvirki svo sem skipulagsvaldi sveitarfélaga sem er varið af stjórnarskrá. Umhverfisráðherra virðist vera að berjast gegn þeim án þess að hafa lagaheimild.

  “Þökkum VG” heitir þessi mynd Steina pípara.

  VG hefur tekið þátt í að samþykkja orkupakka Evrópusambandsins. Öll umræðan varð um rafstreng frá landinu. Orkupakkinn fjallaði um fleira. Hvort sem strengur er eða ekki hafa erlend fyrirtæki jafnt sem innlend rétt til að reisa orkuver hér. Það er frjáls markaður sem ræður og ríkisvaldið getur ekki stöðvað það nema í undantekningartilfellum. Fjöldi manna mótmælti seinasta orkupakka einmitt af þessum sökum. Við verðum að selja opinber orkufyrirtæki og leyfa hér virkjanir langt umfram það sem VG vill. Flokkurinn verður að taka afleiðingum gerða sinna.

  ###


   

  Don Kíkóti er án efa ein skemmtilegasta og vinsælasta skáldsaga heimsbókmenntanna. Don Kíkóti hefur verið kölluð fyrsta nútímaskáldsagan og hún hefur veitt lesendum og rithöfundum óþrjótandi innblástur á þeim 400 árum sem liðin eru frá því að hún var skrifuð.

  Í persónum don Kíkóta og Sansjó Pansa og ævintýrum þeirra kristallast andstæður hugsjóna og veruleika, sannleika og tálsýnar, glópsku og skynsemi, listar og lífs. Sagan er sögð af svo mikilli hugkvæmni og frásagnarlist að undrum sætir.

  Auglýsing