DÓMSMÁLARÁÐHERRA TAKI POKA SINN

  Saklausir borgarar heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Dómsmálaráðherra, Björn og Steini pípari.

  Björn Bjarnason fyrrum ráðherra ritar ágætisgrein á netvef sinn í dag – sjá hér. Hann virðist samt skauta yfir nokkur aðalatriði málsins að mínu mati. Þó ég ætli ekki að kveða upp um hvernig leysa eigi málið vil ég benda á tvö mjög alvarleg atriði sem hann sleppir.

  Annað atriðið er að sakborningarnir voru viðstaddir þega þingmenn komu á staðinn til rannsóknar málsins. Sem er algjör firra.

  Hitt atriðið er varðandi ábyrgð kjörstjórnarmanna á svæðinu, sem fengu senda sekt fyrir afglöp. Ég er pípulagningameistari og gerði mér grein fyrir því að ef starfsmaður hjá mér fúskaði þannig að skaði hlytist þá væri ég ábyrgur. Þannig er með alla sem sem eru með atvinnurekstur eða eru í framleiðslu eða þjónustu af einhverju tagi.

  Dómsmálaráðuneytið er ábyrgðaraðili kosninganna og því er ég mjög undrandi að þeir sem voru ráðnir í að framkvæma verkið séu sektaðir og gerðir ábyrgir. Liggur ekki beint við að rukka um ábyrgð dómsmálaráðherra og sekta hana frekar.?

  Dómsmálaráðherra hefur alfarið horfið af sjónarsviðinu. En ætti nú þegar að hafa tekið poka sinn.

  Hvar eru blaða – og fréttamenn landsins? Eru bara krakkar ráðnir í vinnu á fjölmiðlum í dag?

  Auglýsing