DÓMHARKA RÁÐHERRA

    Steini pípari sendir myndskeyti:

    Nær allir hafa (að líkindum réttilega) fordæmt ákvörðun starfsfólks Mountaineers að senda hóp ferðamanna í ferð á Langjökul þegar veðurstofan hafði varað við ferðum um þjóðvegi á sömu slóðum. Þeir ku hafa ætlað að nota þröngt gat í veðurofsanum, sem greinilega var of knappt reiknað.

    Steini pípari

    Ráðherra ferðamála hefur tekið nokkuð sterkt til orða um þetta mál. Það er tvennt sem sló mig. Fyrst hugsaði ég að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins væru nú ekki sérstaklega duglegir við að taka ábyrgð. Það á hins vegar ekki mér vitandi um ferðamálaráðherra. Hitt var e.t.v. meira mál. Ráðherrann er yfirmaður þeirra stofnanna sem eiga að rannsaka málið og taka ákvörðun í því. Þær ákvarðanir eru að líkindum kæranlegar til ráðuneytisins. Er ekki vafasamt að hún kveði upp dóma fyrir fram í þessum málum og gefi þannig línuna til undirmanna sinna. Þar skiptir litlu máli í mínum huga hvort sektin virðist augljós eða ekki. Allir eiga rétt á málefnalegri meðferð mála sinna. Svo velti ég því fyrir mér oft þegar svona mál koma upp, hvernig við dæmum hvort annað misjafnlega eftir stöðu.

    Auglýsing