DJÖFULSINS FOKKING FOKK

    Una Stef.

    “Illt í hjartanu í dag. Hugsa til vina minna (allt of margir) sem hafa yfirgefið þessa jarðvist eftir baráttu við fíknina. Allir fyrir þrítugt, sumir fyrir tvítugt. Flestir komnir inn í kerfið á einhvern hátt fyrir lögaldur, kerfið vissi af þeim: ungt veikt fólk með allt lífið framundan,” segir tónlistarkonan Una Stef.

    “Stimpluð sem einhvers konar vesen í kerfinu og stundum glæpamenn. Allt of fá úrræði, öll fullnýtt, allt prófað. Þau voru ekki “of veik til að bjarga”. Ekki þegar þau voru unglingar, ekki fyrst þegar þau komu inn í kerfið. En svo leið tíminn og þá voru sumir komnir á sakaskrá. Þá hættu þeir einstaklingar að vera sjúklingar og urðu “glæpamenn”. Á sakaskrá. Fyrir að vera veik. Þessar fallegu sálir voru uppspretta mikillar gleði og ljóss áður en þau veiktust og ég sakna þeirra innilega á hverjum degi. Vinir mínir eru ekki dánir því þeir voru “of veikir til að bjarga”. Þeir eru dánir af því að kerfið brást þeim. Við hefðum geta tekið stórt skref í þessu gígantíska verkefni í nótt en í staðinn höldum við áfram með þessa úreltu stefnu. Hvað þarf margar skýrslur, sannanir og mörg fordæmi til að sannfæra þingmenn? Bara djöfulsins fokking fokk.”

    Auglýsing