DIMMASTI DAGUR ÁRSINS

21. desember.

Kl. 10:02 í morgun voru vetrarsólstöður. Dimmari verða dagarnir ekki en sá sem nú líður. Strax á morgun njótum við síðdegissólar einni mínútu lengur en dag. Með öðrum orðum sagt: það er að koma vor! Og með þessu fylgir auðvitað lag við hæfi – nei, ekki jólamúsík – heldur sólarljóð. Ó blessuð vertu sumarsól eftir Pál Ólafsson og lag eftir Inga T. Lárusson. Þetta er allt að koma.

Auglýsing