DENGSI VILL AUGLÝSA Á ALMANNAFÆRI

    Auglýsingskilti Dengsa sjást langt að.

    Dengsi ehf sem rekur fyrirtækið Billboard hefur sótt um til borgaryfirvalda að fá að setja upp auglýsingaskilti í háskerpu víðs vegar á almannafæri:

    “DENGSI ehf., Bolholti 4, 105 Reykjavík. Sótt er um leyfi fyrir 12 auglýsingastöndum með led-skjá, 1,40 m breidd og 2,36 m áhæð á 12 stöðum í borginni sem eru þessir: Bæjarháls, Höfðabakki, Jónsgeisli, Skógarsel, Stekkjarbakki, Þúsöld, Vonarstræti, Kalkofnsvegur, Njarðargata, Gamla Hringbraut og Laugavegur, öll skráð á lóð nr. 14 við Hestháls. Frestað. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.”

    Auglýsing