DELTA TIL DETROIT Í DAG

Ein af flugfreyjum Delta klár í slaginn í Keflavík.
Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines byrjar í dag, 16. maí, að fljúga frá Keflavík til Detroit í banddaríkjunum. Þetta er í fyrsta skipti sem Delta býður upp á þennan áfangastað og verður flogið fjórum sinnum í viku í sumar.
Delta í flugtaki – Leifsstöð í baksýn.
Detroit er þriðji áfangastaður Delta frá Íslandi. Fyrir voru New York og Minneapolis og er flogið daglega til þessara borga.
Delta Air Lines hefur flogið héðan til New York undanfarin 12 ár og til Minneapolis síðan 2016.
Auglýsing