DEILT UM KLÓSETTPAPPÍR Í COSTCO

    Skiptar skoðanir eru um gæði klósettpappírsins frá Kirkland sem sló svo rækilega í gegn þegar Costco opnaði í Garðabæ og seldist í bílförmum. Hann kostaði 1.749 kronur fyrir jól en kostar nú 1.999 krónur.

    “Þetta er eini pappírinn sem hefur stíflað frárennslið í bústaðnum mínum,” segir Ingjaldur Valdimarsson og greip til sinna ráða:

    “Þetta gerðist þrisvar sinnum og ég trúði ekki að þetta væri pappírinn fyrr en ég skipti yfir í annan pappír og síðan hefur þetta ekki gerst.”

    Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir leggur orð í belg:

    “Eitt af barnabörnum mínum sagði að loks væri kominn klósettpappír sem væri ekki svo þunnur að puttinn færi í gegn.”

    Vigdís Elísabet Reynisdóttir er ekki jafn hrifin:

    “Þessi Kirkland pappír er alveg skelfilegur. Molnar í sundur og festist í borunni á manni. Kaupi hann aldrei aftur.”

    Auglýsing