Davíð Þorláksson lögfræðingur var að koma frá London þar sem hann hafði keypt nokkrar flöskur af hinum þekkta, enska sumardrykk Pimm’s sem ekki er seldur á Íslandi en í tollinum í Leifsstöð fékk hann að vita hvar “Davíð keypti ölið”:
“Ég keypti flöskur af þessum drykk úti og gaf upp í tollinum því það má aðeins taka eina flösku tollfrjálst til landsins. Hver flaska kostaði 1.739 í innkaupum en ég þurfti greiða 4.104 krónur í gjöld í KEF. Ríkið tekur því 70% af virði hennar.”