DAVÍÐ DÁIR TRUMP

    Borist hefur póstur:

    Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er eini fjölmiðlamaðurinn á Íslandi sem fjallar með jákvæðum hætti um Donald Trump forseta Bandaríkjanna. Í fjölda leiðara og Reykjavíkurbréfa í Morgunblaðinu hefur Davíð tekið upp hanskann fyrir Trump, sagt að hann sæti ofsóknum óvandaðra fjölmiðla og njóti ekki sannmælis. 
    Davíð skipar sér þar í mjög lítinn aðdáendahóp Trumps í heimi fjölmiðla og enginn skoðanabróðir hans hefur fundist hér á landi. Enda hafa bandarískir fjölmiðlar fyrir löngu afhjúpað hvers konar ógæfa það var fyrir Bandaríkin að fá Trump sem forseta. Hann er eiginhagsmunaseggur, tækifærissinni, sólginn í viðurkenningu, kynþáttahatari, skammsýnn og fer létt með að fórna hagsmunum tugmilljóna landsmanna sinna sem minna mega sín til að gera þá ríku ríkari.
    Auglýsing