DAVÍÐ ÁNÆGÐUR MEÐ SÍNA

“Ég var formaður allsherjar- og menntamálanefndar Sjálfstæðisflokksins frá 2018 þar til nú á Landsfundinum um daginn. Þar var samþykkt ályktun um þann málaflokk með ýmsum málum sem ég er mjög ánægður með sem frjálslyndur hægrimaður,” segir Davíð Þorláksson  lögfræðingur og framkvæmdastjóri Betri samgangna.

„Afnema á ríkiseinokunarstöðu ÁTVR á sölu áfengis. Áfengiskaupaaldur ætti að vera hinn sami og lögræðisaldur. Sjálfstæðisflokkurinn vill áfram vera í fararbroddi þeirra sem vilja tryggja mannréttindi og auka réttindi hinsegin fólks. Þarft er að stíga áfram skref sem tryggja jöfn réttindi og jafna stöðu þeirra. Stjórnvöld þurfa að móta sér heildstæða stefnu í málefnum hinsegin fólks.”

Auglýsing