DAUÐATRÍÓ Á GRENSÁVEGI

    Á fleygiferð - þetta er hættulegt.
    Einar strætóbílstjóri.

    “Tók þessa mynd á Grensásvegi. Þrír á einni rafskutlu og komu á fleygiferð niður Heiðargerðið. Við skulum vera viðbúin fleiri banaslysum þar sem bílstjórar eiga ekki sök. Nú þegar hef ég séð tvo liggja í roti á Grensásvegi eftir að hafa ekið á ljósastór á rafskutlu,” segir Einar Ingvi Magnússon strætóbílstjóri:

    “Gjörsamlega galið og ekki að undra þó slys verði á fólki. Dauðaslysum á bara eftir að fjölga haldi þetta svona áfram.”

    Auglýsing