“Miðasala hefst um mánaðamótin. Síðasta tækifæri til að sjá Stefán Karl á sviði,” sagði leikarinn Stefán Karl í Ríkisútvarpinu og hló við. Þarna vísaði hann til einn manns leiksýningar sem sett verður upp i Háskólabíói þar sem leikarinn góðkunni, sem barist hefur við krabbamein, fjallar um sjálfan sig og dauðann:
“Stefán Karl grefur sína eigin gröf,” heitir hún og svo hló han aftur.
Þetta var meðal þess fram kom í spjallþætti Gunnars Hanssonar þar sem Stefán Karl og kona hans, Steinunn Ólína, voru gestir og ræddu opinskátt um lífið, dauðann – og ástina.
Steinunn Ólína sagðist hafa tekið börnin sín úr skóla svo öll fjölskyldan gæti farið saman í skemmtiferð til Mexíkó enda lærðu börn hvort sem er ekkert í barnaskóla:
“Úff! Bomba..!” heyrðist þá í Stefáni Karli.
Þá sagðist Stefán Karl búast við að eiga í mesta lagi tvö ár eftir og þetta sagði hann með ró, yfirvegun og glaðlegri rödd.