DAPRAR DAGMÖMMUR Í BREIÐHOLTI

Margrét og skemmda dótið.

“Nú biðlum við til ykkar um ađ spjalla viđ börnin og unglingana ykkar um það að ekki eyðileggja annarra eigur,” segir Margrét De Leon Magnúsdottir dagmóðir í Vesturbergi í Breiðholti.

“Við dagmömmurnar hérna i Vesturbergi höfum leyft öllu okkar útidóti ađ vera úti þannig að allir sem koma á völlinn okkar geti notiđ leikfanganna og þađ eina sem viđ biðjum um í stađinn er ad farið sé vel međ dótið okkar og gengiđ fra þvi eftir leik. En ekki hefur okkur orđið ađ þeirri ósk þvi búið er ađ brjóta og skemma helling af dótinu. Þetta tekur frá okkar litlu gullum sem viđ pössum yfir daginn. En ein spurning. Ef þið foreldrar eigið útidót sem ykkar börn eru hætt ad leika sér með þa yrðum við himinglaðar ef þið tímið ađ arfleiða völlinn að því. Þađ er nefnilega ekki ódýrt ad endurnýja svona þegar einhver er að skemma.”

Auglýsing