“Það var ótrúlega gaman að fá bókina í hendur og blaða i henni,” segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem var að gefa út bók um Reykjavík – Umbreytingar í ungri borg. Dagur fékk fyrstu tvö eintökin send til sín í Ráðhúsið, skoðaði annað og gaf hitt:
“Mazen húsvörður í ráðhúsinu fékk hitt eintakið. Hann er ótrúlega merkilegur og á merkilega sögu – landflótta rithöfundur sem kom hingað upprunalega sem hluti af skjólborgarverkefni borgarinnar og alþjóða rithöfundasambandsins. Hann er frá Palestinu en hefur sest að í Reykjavík, skrifar mikið þegar hann er ekki á vakt og gaf mér eintak af sinni síðustu bók – sem ég mæli með. Hann neitaði hins vegar staðfastlega greiðslu – þannig að ég lofaði að gefa honum bók þegar ég myndi gefa slíka út. Ég held að hann hafi nú reyndar haldið að ég væri að grínast. En “Nýja Reykjavík, umbreytingar í ungri borg” er sem sagt komin í fyrstu búðina og fer í meiri dreifingu eftir helgi.”