DAGUR HERMIR EFTIR KÖBEN

    Í Kaupmannahöfn og fleiri dönskum ölbæjum hafa lengi verið sérstakar hillur fyrir tómar dósir og flöskur utan á ruslatunnum. Það er til að dósasafnarar þurfi ekki að kafa með lúkurnar ofan í ruslið í leit að verðmætunum.
    Nú er Dagur borgarstjóri í Reykjavík búinn að átta sig á hvað þetta er sniðug lausn og fyrstu dósa- og flöskuhillurnar komnar upp á ruslatunnum í miðborg Reykjavíkur.
    Auglýsing
    Deila
    Fyrri greinSAGT ER…
    Næsta greinSAGT ER…