DAGUR AÐ KVELDI KOMINN

  "Hvar er gullið í Esjunni?" heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Dagur hefur gasprað frjálslega um boð Borgarinnar í kjaradeilu hennar við félaga í Eflingu. Forysta Eflingar segir að Dagur fari ekki með rétt mál, því fullyrðingar hans nái ekki inn á samningaborðið.
  Steini pípari
  Lengi vel var þetta fullyrðing gegn fullyrðingu. Efling fann ráð við því. Félagið sendi skriflegt boð um stöðvun verkfalls gegn því að loforð Dags stæðu.
  Ekkert svar barst.
  Munnlegt loforð jafngildir skriflegu.
  Dagur hefur lofað launahækkunum og ætti það að standa. Hann segir að hans tilboð sé það sama og samninganefndin býður. En hann ætlar að svíkja loforðið um þær kjarabætur sem hann hefur lofað.
  Auglýsing