DAGAMUNUR Á COSTCOBORGARANUM

    Nýi ostborgarinn í Costco hefur fengið misjafnar viðtökur en hann er steiktur í eldhúsi Costco og seldur á 900 krónur. Það virðist vera dagamunur á honum:

    „Ég fór með dætur mínar í Costco og keyptum okkur hamborgarana og því miður eru þetta verstu borgarar sem við höfum fengið og erum við ekki matvandar. Vildi bara vara við þó smekkur manna sé misjafn. Fannst kjötið mjög þurrt en aðallega var brauðið mjög blautt og kalt, eins og það hafi legið í vatni. Virkilega vont,” segir Jóhanna Svavarsdóttir.

    Heiða Sigþórsdóttir er á öðru máli, segir borgarann mjög góðan, fullkomlega eldaðan og bragðgóðan þegar hún smakkaði hann fyrst: “Smakkaði svo aftur nýlega og hann var ekkert spes, ofeldaður og því ekkert spes. Svo það er greinilega dagamunur á borgurunum hjá þeim eða fer eftir hver er á vakt.”

    Auglýsing