DÆMALAUS FORSÍÐUFRÉTT

Fjölmörgum íbúum í fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu rak í rogastans á leið til vinnu í morgun þegar forsíða Fréttablaðsins blasti við þeim í bunkum á gólfinu í anddyrinu: Arnar Þór er hættur í Dómarafélaginu.

Er eitthvað vesen í Pepsideildinni í fótbolta? hugsuðu íbúarnir og beygðu sig eftir blaðinu aldrei þessu vant. Kom þá í ljós að fréttin var um héraðsdómar sem var að segja sig úr stéttarfélagi sínu í fýlukasti.

Engin mynd var af dómaranum en fréttina prýddi mynd af Bessastöðum og eldgosinu sem var eiginlega enn skrýtnara.

Auglýsing