D-PANIK VEGNA SKOÐANAKANNANA

  Kjósendur í ölduróti heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Steini pípari og D-formaðurinn.

  Með aldrinum verður maður skarpskyggnari, eins og ég hef orðið var við hjá mörgum. Vanalega á þessum tímapunkti hafa hrunið yfir okkur niðurstöður úr skoðanakönnunum. En ekki núna!

  Það er aðeins eitt sem hugsanlega veldur því. Sjálfstæðisflokkurinn hefur dælt út skoðanakönnunum fyrir kosningar, þegar hann virðist bæta við sig fylgi sem er ekki nú. Hvíslaði hefur verið að mér að nýir flokkar væru að auka fylgi sitt töluvert, ásamt nokkrum smáflokkum.

  Þetta leggst ekki vel í þá sem stjórna landinu.

  Auglýsing