COSTELLO Á KALDA

    Elvis Costello og Ragnar Kjartansson á Kalda - með þeim er Hilmar í Morkinskinnu.

    Tónlistargoðsögnin Elvis Costello hallaði sér yfir barinn á Kalda á Klapparstíg síðdegis á miðvikudegi og pantaði sér bjór – lítinn bjór. Með honum var myndlistarstjarnan Ragnar Kjartansson líkt og leiðsögumaður og félagi.

    Þeir tylltu sér inn í sal þar sem Ragnar átti erindi við Hilmar í Morskinskinnu vegna innrömmunar á mynd sem hann hafði meðferðis. Fór vel á með þeim þó enginn virtist kveikja á perunni hver væri þarna með Ragnari. Þar til allt í einu – og þá var þessi mynd tekin.

    Elvis Costello og Ragnar Kjartansson yfirgáfu staðinn að loknu erindi og röltu saman niður í bæ. Birtist þá hlómsveitin Kaleo í öllu sínu veldi og gekk til fundar þar sem áður sat Costello án þess að hafa hugmynd um að hann fór rétt áður en þeir komu.

    Costello verður með tónleika í Hörpu á sunnudaginn 28. maí – sjá hér.

    Auglýsing