COSTCO HÆKKAR SKYNDIBITA UM 25%

"...einhver er maðkur í mysu, svo mikið er víst."

“Costco var að hækka skyndibitamatinn hjá sér,” segir Jóhann Már Sigurbjörnsson sem er vakinn og sofinn yfir verðlagi í landinu og lætur vita:

“Pizzasneið í Costco kostar núna 600, en var á 450.  Kjúklingabakan kostar núna 1100 en kostaði áður 850 kr. Að meðaltali er þetta um 25% verðhækkun þarna hjá Costco.

Svona hækkanir erum við að sjá víða núna eftir áramótin, eins og t.d. Dominos, Pizzan og margir fleiri og sýnist mér að atvinnurekendur séu að fjámagna launahækkanirnar með því að láta viðskiptavinina (launafólkið) greiða fyrir hana.
Lífskjarasamningarnir stóðu fyrir því gagnstæða og var meiningin að atvinnurekendur áttu að fjármagna þessar launahækknir með öðrum hætti (lægri vextir af lánum osfrv). Það er einhver ekki að standa sína plikt í þessu, en launafólkið hefur þó staðið við sitt, en einhver er maðkur í mysu, svo mikið er víst.”
Auglýsing