COSTCO FJÓRTÓK GREIÐSLU

Albert fór í Costco - hefði betur sleppt því.

“Ekki ánægður með Costco núna,” segir Albert Snorrason sem lenti þar í posamartröð andskotans:

“Verslaði fyrir rúmlega 35 þúsund á laugardaginn var. Það var vesen á posum hjá þeim sem endaði með að þeir tóku upphæðina fjórum sinnum út af kortinu. Kom aftur til þeirra síðar sama laugardag eftir að ég tók eftir þessu. Þeir sögðust ekkert geta gert, þetta væri bilun hjá Borgun og ég yrði að snúa mér að þeim eftir helgi. Jæja, mánudagur í dag, hringdi í Borgun, tók óhemju tíma að fá samband og loks þegar þeir svöruðu sögðu þeir þetta algerlega hjá Costco. Fór aftur í Costco, þeir neita að bakfæra, ég á að byrja bíða í þrjá vinnudaga og sjá hvort það komi til baka, annars má ég koma aftur og þá verði mér borgað. Ég bý ekki á höfuðborgasvæðinu. Mig munar um þessar rúmar 106.000 krónur. Er þetta boðlegt?”

Auglýsing