Eftir sóttvarnafund þríeykisins þar sem andlitsgríman var fyrst ráðlögð lækkaði Costo verð á andlitsgrímum, 50 í pakka, um helming. Kostuðu 4.639 kr. um mánaðamótin en kosta nú 2.430 kr.
Brett Vigelskas verslunarstjóri Costco á Íslandi segir þetta hægt með því að fyrirtækið felli niður alla álagningu á grímunum og betra innkaupsverð og ódýrari flutningar hafi einnig hjálpað til.
Brett segir þetta framlag Costco í baráttunni gegn veirunni sem nú herjar.