CLAUSEN (50)

Ragnheiður Elín Clausen, þekktasta sjónvarpsþula Íslendinga frá upphafi, er fimmtug í dag. Þetta er úr gömlu Séð og Heyrt:

Ragnheiður Elín Clausen var heimilisvinur allra Íslendinga á meðan hún var þula hjá Ríkissjónvarpinu; draumadís allra karla og fyrirmynd flestra kvenna.

Hún rifjar upp liðna tíð í tilefni tímamóta:

„Facebook minnti mig á það fyrir nokkrum dögum, eða þann 17. mars, voru liðin 22 ár síðan ég hóf störf sem þula hjá Sjónvarpinu. Þessar myndir voru sennilega teknar 1999 eða 2000 þegar Bragi samstarfsmaður minn tók nokkrar í þularklefanum á Laugavegi.

Auglýsing