BYSSUMESSA Í BANDARÍSKRI KIRKJU

   Kirkjugestir mættu til messu með alvæpni til að undirstrika vilja Guðs um nauðsyn byssueignar til varnar vonsku heimsins. Reyndar voru byssurnar óhlaðnar, flestar af gerðinni AR-15 líkt og sú sem notuð var í fjöldamorðunum í menntaskóla í Florída 14. febrúar.

  Einbeitt með AR-15.

  Messan var í kirkju safnaðar sem kennir sig við Heimsfrið og sameiningu í Newfoundland í Penislvaníufylki í Bandaríkjunum í gær og var vel sótt. Auk þess að vera vopnum hlaðin voru kirkjugestir einnig með kórónur en það eru þeir allajafna með í messum.

  Þessi lét sér nægja skammbyssu.

  Prestur safnaðarins, séra Sean Moon, bað fyrir “lögreglufriði” og herfriði” og sagði AR-15 rifflana tákn róta járnsins í Opinberunarbókinni og hvatti söfnuðinn til vopnaburðar.

  Bænastund.

  Auglýsing