BURT MEÐ SPILLTA EMBÆTTISMENN

    Úr betrunardeildinni:

    Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins er pólitískur samstarfsvettvangur evrópskra sveitarfélaga og svæða. Ísland á þrjá fulltrúa á þinginu sem stjórn sambandsins tilnefnir. Þingið kemur saman tvisvar á ári, að vori og hausti í Evrópuráðshöllinni í Strassborg.

    Á haustþingi 2016 samþykkti þingið vegvísi um aðgerðir til að koma í veg fyrir spillingu og stuðla að góðu siðferði á sveitarstjórnarstigi. Meðal þess sem vegvísirinn kveður á um er gerð skýrslu um hvernig hægt sé auka gegnsæi í opinberum innkaupum. Þingið samþykkti skýrslu um það efni á haustþingi í október 2017.

    Í skýrslunni er bent á að stórum hluta opinberra útgjalda sé ráðstafað í gegnum opinber innkaup til einkaaðila og félagasamtaka og það verði að vera á varðbergi gagnvart möguleikum á spillingu í tengslum við þau. Í skýrslunni er varpað ljósi á kerfislæg vandamál í innkaupamálum sveitarfélaga og svæða sem skapi hættu á spillingu, s.s. skortur á sérfræðiþekkingu hjá sveitarfélögum um samningsgerð, snúningshurðarfyrirbærið og skort á gegnsæi og bent er á raunhæfar aðgerðir til að draga úr hættu á spillingu. 

    Þingið fer þess á leit við ráðherranefnd Evrópuráðsins að hún hvetji ríkisstjórnir og þjóðþing aðildarríkja til að setja innkaupastaðla fyrir opinber yfirvöld og til að kynna rafræn innkaupakerfi sem draga úr möguleikum einstaklinga til að hafa óeðlileg afskipti af innkaupaferlum.

    Samband Íslenskra sveitarfélaga hefur í bréfi til allra  íslenskra sveitarstjórna og þá sem bera ábyrgð á og hafa umsjón með innkaupamálum sveitarfélaga, hvatt til kynningar á skýrslunni sem varpar ljósi á þær hliðar innkaupamála sem krefjast sérstakrar árvekni gagnvart spillingu og misnotkun og bendir á úrræði til að sporna við slíku framferði.

    Auglýsing
    Deila
    Fyrri grein
    Næsta greinBO EKKI FALLINN