BUBBI STYÐUR GUÐNA

Tilkynning Guðna Th. forseta um að gefa aftur kost á sér til embættis forseta Íslands hefur valdið usla á samskiptasíðum. Bubbi Morhens er hins vegar kampakátur með sinn mann:

“Guðni Th. Jóhannesson hefur sýnt það að hann og kona hans Eliza Reid eru frábærir fulltrúar lands og þjóðar hafa staðið sig frábærlega það sem af er liðið af kjörtímabilinu. Guðni hefur ákveðið að gefa aftur kost á sér í embætti forseta Íslands aftur á komandi sumri og það eru góðar fréttir.”

Auglýsing