BROS BREYTIR ÖLLU

  Þegar ég var 8 ára árið 1957 fór ég til Ameríku að heimsækja móður mína sem bjó þar  og  leigði herbergi í húsi sem Gunnar Eyjólfsson leikari og Halldóra Rútsdóttir áttu og leigðu aðallega einstæðum Íslendingum, gamalt timburhús á 3 hæðum

  Þar  bjuggu líklega 16 til 18 einstaklingar. Húsið var skírt við hátiðlegra athöfn  “Presthólar”. Það stóð við nr 381 Prospect Avenue í litlum bæ í Hackensack í New Jersey  sem er við Hudson ána en New York er hinumegin.

  Ronaldo brosir til barnanna og bjargar deginum.

  Mér er minnistæt einu sinni þegar ég fór með mömmu í strætó til New York að kvöldi til. Á leiðinni heim þurfti að stoppa við brúarenda á Washingtonbrú og borga vegatoll. Ég  sat  við gluggan og horfið út og sá þar öryggisvörð sem fylgdist með umferðinni. Þegar hann sá mig þá brosti hann og blikkaði öðru auganu  blíðlega. Þetta man ég eins og  gerst  hefði í gær 63 árum síðar. Mér leið vel; “Made  My Day”.

   

  Hinn merkilegi athafnamaður og skáld, Einar Benediktsson, orti í ljóðinu Einræður Starkaðar:

  Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
  sem dropi breytir veig heillar skálar.
  Þel getur snúist við atorð eitt.
  Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
  Svo oft leyndist strengur í brjósti,sem brast
  við biturt andsvar, gefið án saka.
  Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
  sem aldrei verður tekið til baka.

  Ólafur Jóhannesson lagaprófessor sem síðar varð forsætisráðherra sagði “vilji er allt sem þarf”.

  Ég segi að oft er bros “allt sem þarf”.

  Auglýsing