BRIAN JONES (79)

Brian Jones stofnandi Rolling Stones, leiðtogi sveitarinnar til að byrja með og maðurinn sem gaf henni nafnið sem enn lifir sem eitt þekktasta vörumerki í heimi, hefði orðið 79 ára í dag. Hann drukknaði í sundlaug við heimili sitt aðeins 27 ára gamall, röskum mánuði eftir að félagar hans höfðu rekið hann úr hljómsveitinni vegna yfirgengilegrar misnotkunnar á dópi og búsi og ráðið Mick Taylor í staðinn. Brian Jones var ekki aðeins sá sætasti í hópnum heldur einnig afburða tónlistarmaður, öll hljóðfæri léku í höndum hans þar til fíknin bar hann ofurliði.

Auglýsing