BREYTA BRAUÐI Í BJÓR

    “Jesú breytti vatni í vín. Við breytum brauði í bjór,” segir Rakel Garðarsdóttir landsþekkt baráttukona gegn matarsóun í gegnum ötult starf Vakandi.

    Bjórinn heitir Toast, er 5,6 prósent, verður kynntur í hófi á Eyjaslóð 5 á Granda á miðvikudaginn og er búist við fjölmenni.

    “Þegar við kynnum til leiks bjór sem við bruggum úr brauði tökum við þátt í að minnka sóun og nýta betur þar sem nú þegar er til,” segir Rakel sem er að kæla bjórinn fyrir kynningarveisluna.

    Auglýsing