BRAUÐ HANDA LÝÐNUM – LEIÐBEININGAR

  Gömul rómantík heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Annað hvort eru menn búnir að kjósa alltaf það sama frá því þeir fengu kosningarétt, ýmist til hægri í miðju eða til vinstri. Síðan eru það þeir sem skoða vandlega hvað þeir ætla að kjósa í þetta skiptið eða næsta, enn aðrir eru bara heima og kjósa ekki neitt. Okkur er sagt að hér ríki lýðræði! Hvernig svo sem má túlka það. Íslendingar virðast vera mjög duglausir í að skilgreina hvar þeir standa í pólitík og kunna það ekki.

  Hér eru smá leiðbeiningar: (mjög hlutlausar)

  Steini pípari í slætti.

  Hægrið:

  Við vitum við að hægri menn vilja ekki reka öflugt opinbert heilbrigðiskerfi. Borgarinn á að sjá um flestar sínar þarfir sjálfur og semja um kaup og kjör á markaði, upp á sitt einsdæmi. Flest á að vera leyfilegt sem önnur samfélög vilja takmarka til að hindra sóun og ringulreið. Auðlindir þjóðarinnar eiga vera í einkaeign og arðurinn af auðlindinni deilist ekki til þjóðarinnar (fer allur á aflandseyjar). Ellilífeyrisþegar og öryrkjar eiga að hafa mjög naumt skammtaðan lífeyri. Ef það er eitthvað annað sem almenningur vill þá má hann éta það sem úti frýs.

  Miðja:

  Frelsi manna til athafna. Þar á að ríkja jöfnuður, en þó þannig að þeir sem gera vel beri nokkuð gott úr bítum. Heilbrigðiskerfi sem allir hafa jafnan aðgang að og fái þjónustu án skerðingar, mikils kostnaðar og umfram allt engir biðlistar. Jafnvel gjaldfrjáls þjónusta. Bjóða öldruðum að vera eins lengi heima og mögulega er hægt, með heima þjónustu fyrir aldraða. Halda uppi góðri þjónustu á landsbyggðinni og frjálsan aðgang að hálendinu. Viðunandi vegakerfi sem er gjaldfrjálst. Lágt matvöruverð og viðhalda mataröryggi innanlands. Auðlindir landsins skipist jafnt á milli landsmanna. Lækkun húsnæðiskostnaðar með því að afnema byggingarreglugerð og búa til nýja einfaldari og leyfa einstaklingum að byggja hús yfir höfuðið.

  Vinstrið:

  Ríkisvæða heilbrigðiskerfið og banna samkeppni á öllum sviðum. Eignaupptaka í stórum stíl. Loka hálendinu sem fyrst. Hækka skatta. Banna bíla. Boða orkuskipti sem standast ekki skoðun á nokkurn hátt. Og öllum verði skylt að nota strætó.

  Einhvers staðar ættir þú að geta skilgreint þig, þótt þú finnir kannski ekki allt sem á við þig í stefnum flokkanna. En ætti samt að auðvelda þér að kjósa í fyrsta skipti á ævinni eftir að þú hefur skilgreint þig.

  Auglýsing