BRASKARAR Í MILLJÓNAFÉLAGI

  Þarna er sagan heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Milljónafélagið var útgerðarfélag sem í raun hét P.J. Thorsteinsson & Co og var með höfuðstöðvar á Sundabakka í Viðey á árunum 1907-1914. Aðaleigendur félagsins voru danskir braskarar. Fljótlega eftir að rekstur hófst fór að bera á einokunartilburðum sem fólust í því að félagið gerði samninga við danska sjóherinn og ýmsa erlenda vöruseljendur um að landa bara í Sundabakka, en það hét höfnin. Þetta varð til þess að samþykkt var af Alþingi að reisa höfn í Reykjavík vegna einokunaraðstöðu Milljónafélagsins .

  Steini pípari.

  Thor Jensen, sem var framan af framkvæmdastjóri við Sundabakka, varð að taka pokann sinn. En óljósar sögusagnir eru um ástæðu uppsagnar. Sagan segir að hluthafar hafi verið óánægðir með framgang hans við mjólkursölu í Reykjavík. Þá stofnaði Thor og byggði Korpúlfsstaði sem var stórvirki á þeim tíma. Sagan segir að hann hafi einokað alla mjólkursölu á stór Reykjavíkur svæðinu. Það stoppuð bændur með lagasetningu sem var samþykkt á Alþingi.

  Ætluð þessir aðilar sem stofnuðu einokunarfyritæki og sýndu tilburði því fylgjandi, hafi bara verið góðir menn?

  Setjum þessa sögu í samhengi sölu á innviða fyfirtækja í einokunaraðstöðu sem er búið að vera selja á síðastliðnum árum. Hvernig væri verð á mjólkurlítra ef það væri í höndum einokunarfyrirtækis og allar hafnir landsins í höndum sama einkafyrirtækis, eða vegakerfið?

  Ef mönnum finnst ráðlegt og gott að selja ríkisfyrirtæki í einokunaraðstöðu, “góðum mönnum” af hverju þá ekki að selja bara allt klabbið, helst úr landi, Landsvirkjun og dreifikerfið sem því fylgir, allar hitaveitur landsins. Landspítalann og heilsugæsluna osfrv.

  Hvar ætla sjálfstæðis – og framsóknarmenn að draga mörkin í sölu á einokunarfyrirækjum?

  Auglýsing