BRÆÐUR Í VANDA

    Misjafnt hvað lagt er á fjölskyldur en fátt jafnast á við það sem hvílir á bræðrunum Má og Magnúsi Tuma.

    Már Guðmundsson er seðlabankastjóri á Íslandi með ónýta krónu í frjálsu falli og getur fátt gert vegna þráhyggju stjórnmálamanna sem vilja að allt sé eins og áður og helst alltaf.

    Magnús Tumi Guðmundsson, bróðir hans, er einn fremsti jarðvísindamaður þjóðarinnar og stendur frammi fyrir Kötlugosi sem gæti lagt allt þjóðlíf á hliðina, líkt og krónan, og vandi hans sá sami og bróðursins:

    Við náttúruöflin verður ekki ráðið.

    Auglýsing