BÖRN ÓVELKOMIN Í HRUNALAUG

  Eyrún og gamla Hrunalaugin - upphaflega fjárbað.

  “Þið eruð með alltof mörg börn sem borga ekki,” er án efa setning helgarinnar sem pirrar mig óendanlega mikið enda aldrei mætt jafn lítilli þjónustulund. Reyndum að fara í Hrunalaug um helgina en ég var fyrst að fara að borga og hélt á Einari, dóttir vinahjóna og vinkona hennar stóðu hjá mér s.s. 3 börn sem hún sá og ákvað bara að við mættum ekki borga okkur inn,” segir Eyrún Eðvaldsdóttir hissa:

  “Ég sagði henni að við gætum alveg borgað fyrir þessi börn sem flokkast undir frítt en þá kom bara önnur afsökun fyrir því að hleypa okkur ekki að:

  ,,Get ekki fyllt laugina af börnum”
  ,,þau skemma gróðurinn í kring”
  ,,þetta er ekkert skemmtilegt fyrir börn”

  Ég var reið og svekkt en ekki ókurteis þrátt fyrir að hún hló framan í mig því henni var svo drullu sama hvað okkur þætti um þetta. En mér finnst þetta fáránlegt og vill koma þessu út í kosmosið svo fleiri lendi ekki í því að byggja upp spennu hjá börnum með að fara í náttúrulaug en vera vísað í burtu því börnin borga ekki.”

  Auglýsing