Þann 1. september 2023 voru samtals 658 börn 12 mánaða og eldri á biðlista eftir leikskólaplássi í borgarrekna leikskóla. Til viðbótar eru 67 börn að bíða eftir flutningi úr sjálfstætt starfandi leikskóla. Áætlað er að um 180-200 börn 12 mánaða og eldri frá 1. september séu ekki með dagvistun, að stórum hluta til eldri börn sem eru nýkomin á biðlista eftir leikskóla í Reykjavík.
Aðlögun í bæði borgarrekna og sjálfstætt starfandi leikskóla er í fullum gangi. Börnin byrja í aðlögun eftir skipulagi, oft elstu börnin fyrst og svo eru börnin tekin inn eftir aldri og eftir því sem nýráðið starfsfólk hefur störf.
Vert er að hafa í huga að 2021 er sérlega stór árgangur (einungis árgangur 2009 er stærri) og 2017 árgangurinn sem var að hefja göngu sína í 1. bekk er minnsti árgangurinn í grunnskólum borgarinnar. Stærðarmunur árganganna sem voru að fara í skóla og þeirra sem eru að koma inn er tæplega 300 börn.