BORGARLÍNAN GAMALDAGS

  Nýja Bprgarlínan heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Ég hef gaman að fylgjast með tækniþróuninni og veit að það eru margar hugmyndir í þróun sem leysa vandamálin sem við erum að glíma við. Íslendingar vaða út í hlutina án nægjanlegs undirbúnings og rannsókna. Á grundvelli slíks hátternis förum við út í heim og lofum upp í ermina á okkur. Við ætlum að vera bestir í loftlagsmálunum „nema hvað.“

  Steini pípari.

  Skoðum fyrst borgarlínu. Hver á að borga upp stofnkostnað sem verður 100 til 200 milljarðar? Velja fleiri að taka strætó þegar henni verður komið á? Algjör óvissa er um rekstrargrundvöll þó menn séu á fullu að undirbúa hana og algjör óvissa hvort hún minnki mengun. Borgarlína er gamaldags lausn.

  Í stað vísindarannsókna og ákvarðana í loftlagsmálum byggðum á þeim eins og gert var í Covidinu þá veljum við aðgerðir sem hljóma vel en óvíst er um árangur af.

  Auðvitað eigum við að bíða með sumt þar til aðrar stærri þjóðir hafa leyst tæknimálin. Vera framarlega í rannsóknum þar sem okkar litla þjóð getur lagt sitt af mörkum. Áður en grafið er ofan í skurði þarf að mæla árangurinn. Það þarf að útfæra betur niðurdælingarverkefnið, rannsaka eldsneytisgerð úr lofti eins og gert er í Svartsengi, meta hagkvæmni metanvinnslu um allt land úr öllum lífrænum úrgangi, rannsaka möguleika á gerð lífræns eldsneyti með jurtum o.s.fr. Það verður að velja það af þessu sem lofar mestu fyrir minnstan pening og við gætum síðan selt okkar þekkingu upp í kostnað. Í loftlagsmálum höfum við ekki efni á því að velja annað en hagkvæmustu leiðirnar.

  Auglýsing