BÓNUS AÐ GEFAST UPP?

  Óráðsía heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Steini pípari

  Það lítur út fyrir að Bónus standi ekki fjárhagslega undir lengingu opnunartíma, sem kemur fram í lakari þjónustu við viðskiptavini. 

  Í dag skrapp ég í Bónus em ætti ekki að vera frásögu færandi. Þar var snjómoksturinn ekki upp á marga fiskana. Ómokað þegar viðskiptavinurinn kom út úr verslun og afgreiðslugrindur hrúguðust upp fyrir framan dyrnar því ekki var hægt að aka þeim lengra og ekki voru bílastæði mikið betur hreinsuð af snjó. Í Grafarvogi búa margir eldri borgarar og fatlað fólk.

  Ég vona að þessi ábending verði til þess að rekstraraðilar spýti í lófana og lagi þetta.

  Auglýsing