BOLLI VILL VEIÐA MEÐ DEGI

Vegna tillögu Tomma í Búllunni um að Bolli í Sautján verði gerður að Reykvíkingi ársins – (sjá hér) – hefur Bolli sjálfur þetta um málið að segja:

“Þá er það rétt tel mig mjög góðann laxveiðimann og er svo sannalega til í að veiða með Degi B. í Elliðánum og kenna honum hvernig á að bera sig að. Ég lærði laxveiði hjá þeim besta, Þórarni Sigþórssyni tannlækni og veiddum við saman í 30 ár. Eins hef ég sagt það áður að ég tel Dag B. hin vænsta mann þótt hann sé ömurlegur borgastjóri.”
Auglýsing