BOLLI OG BINNI Í BRYNJU

    Bolli Kristinsson athafnamaður heldur áfram að berja á borgarstjóranum í Reykjavík og hans fólki vegna ástandsins á Laugavegi þar sem Bolli ólst upp og rak fjölda verslana áður fyrr. Nú er komið nýtt myndband með Binna í Brynju, Brynjólfi H. Björnssyni í versluninni Brynju, sem segir meðal annars:

    “Samskipti borgarinnar við rekstraraðila við Laugaveginn hafa verið nánast engin, það sem við leggjum til eða stingum upp á það er allt hunsað. Þeir fara bara eftir eigin hugdettum og framkvæma það sem þeim dettur í hug sem er oft alveg á skjön við það sem okkur finnst og finnum að bæði verslunareigendur og fólkið í borginni vilja sjá. Fólkið skilur ekki að enginn skuli gera neitt í því að sjá miðborgina koðna svona niður og það sé haldið áfram á sömu braut.”

    Auglýsing