BOLLI GEFST EKKI UPP – MYNDBAND

    Bolli og borgarstjórinn - einstaklingurinn og kerfið.

    Bolli Kristinsson kaupmaður á Laugavegi um áratugaskeið gefur ekki tommu eftir í baráttunni við borgaryfirvöld vegna hnignunar þessarar elstu verslunargötu höfuðborgarinnar af mannavöldum kerfiskarla og kvenna.

    Nú hefur Bolli látið gera nokkur myndbönd með viðtölum við gamalgróna kaupmenn á Laugavegi sem bjargað hafa rekstri sínum og jafnvel lífi með því að flytjast í úthverfin.

    Sverrir Bergmann í Herrahúsinu á horni Laugavegar og Frakkastígs er fyrstur í röðinni – kominn upp í Ármúla og prísar sig sælan.

    Auglýsing