BÓKUM HENT Í EFLINGU

  Athygli vakti á dögunum – sjá hér – þegar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, henti í ruslið bók sem hún hafði fengið að gjöf frá Frjálslyndum framhaldsskólanemum; Hagfræði í hnotskurn.

  Nú berast fleiri myndir af bókum sem hent hefur verið í ruslið og því haldið fram að þær séu teknar í tiltekt á skrifstofu Eflingar. Þarna fara Kommúnistaávarpið eftir Marx og Málsvörn mannorðsmorðingja eftir Gunnar Smára Egilsson beint í ruslið.

  Þá er haft fyrir satt að bók um stærðfræði hafi líka verið hent en ekki náðist mynd af því.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…