BJÖRGÓLFUR BLÓMSTRAR Í BLOOM & WILD

    Björgólfur og heimsendu pottablómin sem hafa slegið í gegn.

    Breska blómafyrirtækið Bloom og Wild sem sérhæfir sig í heimsendingum á blómum og gjafavörum blómstrar í höndum Björgólfs Thor og félaga eftir að félag Björgólfs, Novator, fjárfesti í fyrirtækinu fyrir skemmstu eftir 102 milljón dala fjármögnun.

    Bloom & Wild þreifar nú fyrir sér með stórum pottablómum sem send eru heim að dyrum og það hefur slegið í gegn – sjá hér.

    Fyrirtækið var stofnað í London árið 2013 og jukust tekjur þess um 160% á síðasta ári. Bloom & Wild er þegar með starfsemi í fimm löndum innan Evrópu, þar á meðal í Þýskalandi og Frakklandi, og stefnir fyrirtækið á frekari landvinninga innan álfunnar á næstu tveimur árum.

    Auglýsing