BLÖNDAL (48)

Afmælisbarn dagsins er S. Björn Blöndal (48) borgarfulltrúi og bassaleikari í Ham með meiru. Hann ætlar að hætta í borgarpólitík eftir mörg ár en svona ber samstarfsmaður honum söguna:

Það verður mikill missir fyrir okkur íbúa í Reykjavík að sjá á eftir Sigurði Birni Blöndal hverfa úr borgastjórn. Bjössi er eitilharður og skarpsýnn hugsjónamaður sem er fljótur greina aðalatriðin frá öllu bullsjittinu. Hann hefur verið minn aðal afruglari og leiðsögumaður í gegnum öll lög stjórnsýslu borgarinnar síðustu 7 ár. Traustari mann er ekki hægt að hafa sér við hlið. Bjössi er kannski svolítið hrjúfur og mikil töffari á yfirborðinu en kúlið kemur ekki síður frá því hversu mjúkur hann er inn við beinið. Gangi þér vel minn kæri í hverju því sem að þú tekur þér fyrir hendur.

Auglýsing