BLÓÐUGUR KÖTTUR Á FLÓTTA KLIFRAÐI UPP Á 3. HÆÐ

  Tinna
  Ótrúlegt afrek kattar í Þorláksgeisla.

  “Veit einhver hver á þennan kött?” spyr Tinna Alicia Kemp íbúi í Grafarholti að gefnu tilefni:

  “Hann varð hræddur þar sem laus hundur var að elta hann og klifraði upp blokkina í Þorláksgeisla 9 og uppá 3. hæð. Það er mikið blóð á veggnum og á syllunni sem hann fór á og er því mikilvægt að eigandinn viti af þessu svo hann komst til dýralæknis. Það er búið að ná honum niður en hann var mjög hræddur og fór í burtu.”

   

  Auglýsing