BLÓÐTENGSL LEIÐRÉTT

    Að gefnu tilefni skal leiðrétt að Sveinn Andri Sveinsson lögfræðingur og Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir doktor í lögfræði eru ekki systkini eins og greint var frá í DV þar sem sagði:

    “Leikkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir kann listina að kitla hláturtaugar landans betur en flestir. Það ætti að gleðja systkin hennar, lögfræðingana Svein Andra Sveinsson og Herdísi Þorgeirsdóttur.”

    Hið rétta er að Sveinn Andri og Katla Margrét er hálfsystkini (samæðra) líkt og Herdís og Katla Margrét (samfeðra). En Sveinn Andri og Herdís að öðru leyti alls óskyld.

    Auglýsing