BLEYJUR SNARHÆKKUÐU Á ÞREMUR DÖGUM

    Briet Sunna er með ungabarn og þarf oft að kaupa bleyjur. Henni brá í brún á dögunum og hélt vart vatni af undrun:

    Ég keypti tvo bleyjupakka þann 7. janúar síðastliðinn á 1.595krónur. Ég átta mig svo á að ég keypti annan í röngu númeri, ákvað í fyrradag (10.janúar) að skipta honum í rétt númer. Þá sé ég að sami pakki er kominn uppí 1.879 krónur. Hvað gerðist á þessum þremur dögum sem varð til þess að pakkinn hækkaði um tæplega 300 krónur?” spyr Bríet.

    Auglýsing