“Í gær nálgaðist mig maður á Grensásveginum og bað um aðstoð að kaupa í matinn, hann ætti ekki krónu. Ég sagði að því miður væri erfiður mánuður hjá mér líka,” segir Júlía Garðarsdóttir sem vissi vart í hvorn fótinn hún ætti að stíga:
“Já, hann skildi það vel, hann væri sko nýkomin frá Köben, “þú veist hvernig það er”. Um … nei, ég var á markaðnum í Konukoti að finna eitthvað til að endurnýta í jólagjafir … og jakkinn sem þú varst að hrósa er 5 ára gamall úr H&M. En eg sagði það ekki, ég var svo bit. Líka af því að hann fór á ská yfir gatnamót Grensás/Skeifa/Fellsmúli í laugardags umferð til að ná á mér þar sem ég stóð á rauðu ljósi. Brosandi til mín allan tímann. Ég bara skil ekki…”