BLÁ Á LÆRUNUM EFTIR BUXUR ÚR COSTCO

    Alex Klovnovski, sem starfar við rannsóknir hjá Matvælastofnun, keypti bláar buxur í Costco og varð fyrir bragðið blá á lærunum:

    “Kvenbuxurnar í Costco eru æði, þægilegar og ódýrar en shit hvað það er mikill litur í þeim. Eftir sex handþvotta, vindu í vél, þvott í vél og svo sex handþvotta í viðbót var enn fullt af lit í buxunum. Þetta eru  hálfgerðar galla/leggings heita Bandolino Lisbeth Curvy Skinny. Þær eru æði þess vegna keypti ég aðrar en ég komst að þessu eftir að hafa þvegið aðrar bláar og farið svo í þær og skyldi svo ekkert í því af hverju ég var blá á lærunum þegar ég fór í sturtu. En þetta lagaðist eftir nokkra þvotta.”

    Auglýsing