BJÓRKIPPA FYRIR SAKLAUSA

    Elísabet og enska pressan í morgun.
    “Það er embarrassing hvað fullorðið fólk leyfir sér að kommenta á Netinu. Þetta var 100% dómgreindarleysi hjá þessum stelpum, algjörlega, en ég skal kaupa kippu af bjór handa þeim sem gerðu ekki mistök og skitu uppá bak einhvern tímann fyrir eða um tvítugt,” segir Elísabet Ormslev söngkona, dóttir þeirra Péturs Ormslev knattspyrnukappa og Helgu Möller flugfreyju og söngkonu um kvennafarið á ensku landsliðsmönnunum Foden og Greenwood á Hótel Sögu eftir sigurleikinn gegn Íslandi í Laugardalnum á laugardaginn.
    Auglýsing